Algengar spurningar
Hér höfum við gert þér auðvelt að finna svör við algengum spurningum.
-
Kríta er fjártæknifyrirtæki sem var stofnað var árið 2019 og sérhæfir sig í kröfufjármögnun reikninga. Straumlínulagað ferli Kríta gerir þér kleift að stýra fjárstreymi fyrirtækisins á hagkvæman hátt.
-
Kríta býður upp á kröfufjármögnun, fyrirtækjalán og fyrirframgreidda leigu.
-
Kríta þjónustar fyrirtæki af öllum stærðum. Stór hluti af okkar viðskiptavinum flokkast sem lítil og meðalstór fyrirtæki.
-
Kröfufjármögnun er fyrirframgreiðsla á reikningi með greiðslufresti sem þú gefur út á þinn viðskiptavin.
Dæmi:
Fyrirtækið þitt framleiðir 1.000 pylsubrauð fyrir matvöruverslun. Þegar þú afhendir brauðin stofnar þú kröfu í bókhaldskerfi eða banka sem er með 30 daga greiðslufresti en þú hefur not fyrir fjármunina fyrr.Kría lánar þér 80% af kröfufjárhæðinni samdægurs og tekur veð í kröfunni. Þegar verslunin greiðir kröfuna að 30 dögum liðnum er fjármögnunin gerð upp: Kríta fær sitt til baka ásamt kostnaði og þú færð afganginn.
-
Kostnaður vegna kröfufjármögnun er breytilegur og tekur mið af áhættumati Kríta, upphæð, lengd, viðskiptasögu, hver greiðandi reiknings er og ykkar viðskiptasambandi.
Þegar umsókn er samþykkt sendum við þér tilboð í fjármögnunina til að fara yfir. Þar er að finna allar upplýsingar um fjármögnunina og kostnað sem henni fylgir. Það er svo þitt að samþykkja eða hafna.
-
Fyrirtækjalán er til skamms tíma og er hentug leið til að mæta tímabundinni fjárþörf fyrirtækisins.
Eftir að hafa stofnað aðgang fyrir þitt fyrirtæki sækir þú um Fyrirtækjalán á nokkrum mínútum á vefsvæði Kríta og færð lánið greitt út á reikning fyrirtækisins á innan við sólarhring. Lánsupphæð er allt að 500.000 kr. og samþykki láns tekur mið af áhættumatsferli Kríta.
-
Þú stofnar aðgang með rafrænum skilríkjum með því að smella á ‘Stofna aðgang’ hér að ofan.
Eftir að hafa auðkennt þig með rafrænum skilríkjum velurðu fyrirtæki tengt þér, en skráningarferli Kríta er tengt fyrirtækjaskrá Ríkisskattstjóra.
-
Til að virkja Kröfufjármögnun Kríta stofnar þú aðgang með rafrænum skilríkjum. Eftir að hafa stofnað aðgang velur þú ‘Tengja banka’ á vefsvæði Kríta. Undanfari kröfufjármögnunar er undirritun almennra skilmála Kríta og uppsetning á þínu fyrirtæki í kerfum Kríta.
Ef þú hefur einhverjar spurningar, ekki hika við að hafa samband í síma 419 5800 eða sendu okkur fyrirspurn á vefnum.
-
Fjármögnun er að jafnaði tiltæk samdægurs ef öll gögn fyrir umsókn eru fyrir hendi.
-
Kríta fjármagnar alla reikninga sem gefnir eru út á önnur fyrirtæki (þ.e.a.s. greiðandi reiknings getur ekki verið einstaklingur), og að reikningurinn uppfyllir kröfur áhættuferlis Kríta.
-
Það getur gerst. Ef greiðandi reiknings greiðir ekki á eindaga, er viðskiptavinur Kríta upplýstur og honum gefinn kostur á endurfjármögnun eða uppgjöri með öðrum hætti.
-
Nei. Kríta leggur áherslu á gagnsæi og vill tryggja að viðskiptavinir séu að fullu upplýstir um kostnaðinn við þjónustuna.
Þegar sótt er um kröfufjármögnun er umsóknin yfirfarin. Sé umsóknin samþykkt fær viðskiptavinur sent lánstilboð á vefsvæði Kríta sem hann getur samþykkt eða hafnað. Í tilboðinu eru ítarlegar upplýsingar um öll gjöld.
Tilbúin að sækja um?
Engin skuldbinding er í því að stofna aðgang.